GEN, Global Ecolabeling Network eru alþjóðleg samtök umhverfismerkinga. Umhverfismerki sem vottuð eru af þriðja aðila eru trygging neytenda fyrir áreiðanleika og faglegum vinnubrögðum, slík merki eru aðilar að GEN.

Á Norðurlöndunum og í Evrópu eru Svanurinn , Blómið og Blái engillinn dæmi um áreiðanlegar merkingar neytendum til handa. Sambærilega merkingar fyrirfinnast alls staðar í heiminum og gegna sama hlutverki; að vera óháð og örugg trygging neytenda fyrir umhverfisvænum vörum. Það getur virst erfitt að átta sig á öllum þessum merkjum og eflaust þykir einhverjum nóg að hafa eitt merki. En fleiri sambærileg merki leiða til gagnlegrar samkeppni.

Sjá vef GEN-Global Ecolabeling Network.

Birt:
16. september 2009
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „GEN - Global Ecolabeling Network“, Náttúran.is: 16. september 2009 URL: http://static.natturan.is/d/2007/05/07/gen-global-ecolabelling-network/ [Skoðað:19. mars 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 16. september 2009

Skilaboð: