Þungmálmar – hafa ekkert líffræðilegt gildi en mengandi áhrif á bæði heilsu og umhverfi.

Þungmálmar eins og kvikasilfur, kadmíum og blý verða að teljast alvarlegir út frá umhverfissjónarmiðum. Þeir geta verið mjög skaðlegir umhverfinu og heilsu manna jafnhliða því sem þeir eru frumefni sem ekki er hægt að eyða eða brjóta niður í náttúrunni.

Fjölmörg efnasambönd af blýi, kadmíum og kvikasilfri eru á bannlista Umhverfisstofnunar, bæði almennt en einnig innan vissra vöruflokka. Við teljum hins vegar að það eigi að hætta með öllu notkun þessara þungmálma ef hægt er. Neytandinn á einnig rétt á að vita ef vara sem hann/hún kaupir innihaldi þessa málma. Því förum við fram á að seljendur geri grein fyrir því hvort vörur þeirra innihaldi þessa málma, í hvaða hlutum og í hvaða magni.

Sem dæmi um nokkra algenga þungmálma eru blý, kadmíum, kvikasilfur og króm. Þungmálmar geta safnast upp í náttúrunni og valdið ýmsum sjúkdómum, s.s. krabbameini. Um þungmálma gilda mikið til sömu upplýsingar ogfyrir tilbúin efni.

Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um þungmálma almennt ©Náttúran.is.

Birt:
26. júlí 2013
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Þungmálmar - viðmið“, Náttúran.is: 26. júlí 2013 URL: http://static.natturan.is/d/2007/05/08/ungmlmar/ [Skoðað:15. desember 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2007
breytt: 14. júní 2014

Skilaboð: