Orð dagsins 17. apríl 2009

Vísindamenn í Singapúr segjast hafa fundið nýja leið til að vinna metanól úr koltvísýringi. Koltvísýringurinn er þá látinn hvarfast við vetnissílön (sem að grunni til innihalda kísil og vetni) í návist tiltekinna efnahvata (N-heterocyclic carbenes (NHCs)), sem sagðir eru lausir við eitrunaráhrif. Þessi efnahvörf geta átt sér stað við stofuhita, sem gerir það að verkum að ferlið þarf minni orku en menn hafa átt að venjast. Með þessu gæti opnast ný og hagkvæm leið til framleiðslu eldsneytis á bíla.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
17. apríl 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ný leið til að vinna metanól úr koltvísýringi“, Náttúran.is: 17. apríl 2009 URL: http://static.natturan.is/d/2009/04/17/ny-leio-til-ao-vinna-metanol-ur-koltvisyringi/ [Skoðað:23. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. nóvember 2011

Skilaboð: