Paulo Bessa er vistræktari af lífi og sál en hann hefur skrifað greinar og gefið góð ráð um jurtir og annað áhugavert efni hér á vef Náttúrunnar. Greinar hans birtast á Vistræktarsíðunni.

Hér að neðan kynnir Paulo sig stuttlega sjálfur:

Ég fæddist í Portúgal árið 1981 og hef frá barnæsku haft ástríðu fyrir náttúrunni, skoðað stjörnurnar með stjörnukíki og ræktað blóm og tré í garði foreldra minna.

Þegar ég var 17 ára fór ég í háskólanám í líffræði og lauk námi mínu í Hollandi. Síðan nam ég læknisfræði og lauk doktorsgráðu (PhD in Medicine), bjó í 3 ár í Vín í Austurríki. Á þessum tímapunkti langaði mig að kanna nýjar slóðir og fékk áhuga á ýmsu eins og leikhúsi, heimspeki, stjörnufræði, andlegum málefnum, sjálfboðavinnu og umhverfis- og vistfræði, samfélagsbúskap og vistrækt.

Eftir ferðalag til Íslandi árið 2010 kolféll ég fyrir landinu og kom síðan til starfa sem langtímasjálfboðaliði á vegum SEEDS sjálfboðaliðasamataka sem umhverfisfræðari (environmental educator) í tæpt ár. Ég hef búið á Sólheimum með Pami kærustunni minni frá árinu 2011 og starfa þar á Jurtastofunni við þróun á lífrænum vörum eins og sápum, kremum, baðsöltum og olíum með íslenskum lækningajurtum.

Garðrækt er stór hluti af lífi mínu og ég rækta flestar okkar matjurtir í garðskikanum okkar og geri tilraunir með að rækta sjaldgæfar jurtir við íslenskar aðstæður. Ég fer mikið í göngur, sérstaklega á eldfjallaslóðum (ég elska eldfjöll). Pami er góður kokkur og notar lækningajurtir til matar og lækninga.

Ég á mér þann draum að við getum öll lifað sjálfbærara lífi í samfélaginu og trúi því að samfélagið geti orðið betra án þess að nota hefðbundna peninga. En kannski er ég bara kjáni! Ofar öllu, í mínu hjarta, er ástin á náttúrunni.

Paulo heldur úti bloggsíðunni greenspotpermaculture.blogspot.com

Ljósmynd: Paula Bessa í garðhúsi sínu að Sólheimum þar sem hann starfaði í nokkur ár við þróun, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
1. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Paulo Bessa – fræðir um plöntur og ræktun“, Náttúran.is: 1. júlí 2015 URL: http://static.natturan.is/d/2014/07/01/paulo-bessa-fraedir-um-plontur-og-raektun/ [Skoðað:19. mars 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júlí 2014
breytt: 1. janúar 2016

Skilaboð: