Sorpa bs er starfsleyfisskylt fyrirtæki. Starfsleyfisskylda fyrirtækja byggir á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum og lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt ofanskráðum lögum. Starfsleyfi nær til staðsetningar, eðli og umsvifa starfseminnar. Starfsleyfi fyrir móttöku og flokkunarstöðina í Gufunesi og urðunarstaðinn í Álfsnesi veitir Umhverfisstofnun og eftirlit með starfseminni hefur Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Starfsleyfi og eftirlit með endurvinnustöðvum Sorpu veita: Í Reykjavík: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Í Kópavogi og Garðabæ: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Í Mosfellsbæ: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

Grænt bókhald sbr. reglugerð nr. 851/2002

Sjá nánar um nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða á Endurvinnslukorts appinu. Staðsetningar grenndargáma og gámastöðva hafa einnig verið merktir inn á allar prentútgáfur af Grænum kortum sem Náttúran hefur gefið út.


Gylfaflöt 5
112 Reykjavík

5202200
http://www.sorpa.is

Á Græna kortinu:

Umhverfisstýrt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Endurnýting

Framleiðsla sem byggir á því að endurnýta efni af ýmsum toga til nýrrar framleiðslu.

Jarðgerð

Staðir þar sem matarleifum og garðúrgangi er umbreytt í næringarríka mold með hjálp maðka, einangraðra jarðgerðaríláta og móður náttúru. Á þessum stöðum geta verið stórfelld verkefni í gangi eða minni kynningarverkefni ásamt upplýsingum og búnaði til að byrja sína eigin jarðgerð í garðinum.

Endurvinnsla

Helstu fyrirtæki og samlög sem taka á móti flokkuðum úrgangi. Einnig fagráð og sjóður sem hafa með endurvinnslumál að gera. Sjá fræðsluefni og nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða náðu þér í Endurvinnslukorts-appið.

Vottanir og viðurkenningar:

ISO 14001

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til þess að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum. ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Skilaboð: