Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum uppá heildarlausn á sviði flestrar umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða uppá ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgángs, götusópun, snjómokstur, sláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.
Íslenska gámafélagið ehf., var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa 200 manns víða um land.

Íslenska gámafélagið hlaut Kuðunginn árið 2008.

Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.
Íslenska Gámafélagði er með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk eftirtalinna svæða: Suðurnes, Vestmannaeyjarg, Árborg, Flóahreppur, Skeið- og Gnúpverjahreppur, Skaftárhreppur, Reyðarfjörður, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Akureyri, Fjallabyggð, Borgarnes og Snæfellsnes.
Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu , ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki.
Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili á Íslandi og er eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag.


Gufunesi
112 Reykjavík

5775757
8405757
gamur@gamur.is
http://www.gamur.is

Á Græna kortinu:

Umhverfisstýrt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Endurnýting

Framleiðsla sem byggir á því að endurnýta efni af ýmsum toga til nýrrar framleiðslu.

Jarðgerð

Staðir þar sem matarleifum og garðúrgangi er umbreytt í næringarríka mold með hjálp maðka, einangraðra jarðgerðaríláta og móður náttúru. Á þessum stöðum geta verið stórfelld verkefni í gangi eða minni kynningarverkefni ásamt upplýsingum og búnaði til að byrja sína eigin jarðgerð í garðinum.

Endurvinnsla

Helstu fyrirtæki og samlög sem taka á móti flokkuðum úrgangi. Einnig fagráð og sjóður sem hafa með endurvinnslumál að gera. Sjá fræðsluefni og nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða náðu þér í Endurvinnslukorts-appið.

Vottanir og viðurkenningar:

Kuðungurinn

Kuðungurinn eru virtustu umhverfisverðlaun á Íslandi. Kuðungurinn er viðurkenning umhverfisráðuneytisins á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála og er hann veittur árlega við athöfn á Degi umhverfisins þ. 25. apríl ár hvert.

 

ISO 14001

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til þess að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum. ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Skilaboð: